Helga ráðin til Öskju

Helga Friðriksdóttir er nýr forstöðumaður þjónustusviðs hjá Bílaumboðinu Öskju.
Helga Friðriksdóttir er nýr forstöðumaður þjónustusviðs hjá Bílaumboðinu Öskju. Ljósmynd/Askja

Helga Friðriksdóttir hefur tekið við starfi forstöðumanns þjónustusviðs hjá Bílaumboðinu Öskju. Helga kemur til Öskju frá Landsbankanum, en þar gegndi hún lengst af starfi forstöðumanns bíla- og tækjafjármögnunar.

Helga mun veita þjónustusviði Öskju forstöðu og tekur við af Óskari Páli Þorgilssyni sem tekur nú við nýju stoðsviði gæða og þjónustumála hjá fyrirtækinu. 

Helga hefur einnig starfað sem framkvæmdastjóri hjá Olís, Tæknival  og deildarstjóri hjá Eimskip. Helga hefur BSc. gráðu í vélaverkfræði ásamt MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

„Ljóst er að með tilkomu Helgu styrkist okkar teymi enn frekar en hún kemur inn með víðtæka reynslu, þekkingu og tengsl við íslenskt atvinnulíf frá sínum fyrri störfum. Þessar skipulagsbreytingar undirstrika áherslur Öskju um að vera leiðandi fyrirtæki í þjónustu fólksbíla og atvinnutækja. Askja hefur hafið framkvæmdir við nýtt og glæsilegt húsnæði á Krókhálsi 13 við hliðina á núverandi aðstöðu okkar. Þar mun starfsemi Kia fá framtíðarhúsnæði en hér á Krókhálsi 11 mun Mercedes-Benz fá enn meiri og betri aðstöðu“, er haft eftir Jón Trausta Ólafssyni, framkvæmdastjóri Öskju, í fréttatilkynningu frá bílaumboðinu. 

Hjá Öskju starfa um 120 manns og er bílaumboðið umboðsaðili Kia og Mercedes-Benz á Íslandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK