Snapchat í verulegum vanda

Snapchat hefur notið vinsælda meðal ungra krakka.
Snapchat hefur notið vinsælda meðal ungra krakka. AFP

Hlutabréf í móðurfélagi Snapchat, Snap, lækkuðu verulega í verði í viðskiptum eftir lokun markaða í gærkvöldi. Ástæðan er ömurlegt uppgjör miðilsins. Afkoman er mun verri en væntingar voru um. Fastlega er gert ráð fyrir því að verð hlutabréfa Snap lækki gríðarlega í dag.

Tekjur Snap, sem er með höfuðstöðvar í Kaliforníu, voru 207,9 milljónir Bandaríkjadala sem er aukning á milli ára en tap félagsins meira en þrefaldaðist á milli ára og nam 443 milljónum Bandaríkjadala. Um er að ræða þriðja ársfjórðung en á sama tímabili í fyrra nam tap Snap 124 milljónum dala.

Hlutabréf Snap lækkuðu um meira en 17% í gærkvöldi og voru síðustu viðskipti á genginu 12,53. 

Snapchat varð mjög vinsælt meðal ungra notenda snjallsíma en með forritinu er hægt að senda skilaboð sem hverfa síðan, oft myndir eða myndskeið. Sérfræðingar telja að til þess að Snapchat eigi einhverja möguleika verði vöxturinn að aukast mjög hratt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK