60% fengust upp í lýstar kröfur á Gunnars majónes

mbl.is

Skiptum á GM framleiðslu hf, þrotabúi Gunnars majónes, lauk 27 október. Lýstar kröfur námu 191 milljón króna en samtals fengust tæpar 115 milljónir upp í kröfurnar, eða um 60%. 

Fyr­ir­tækið Gunn­ars maj­o­nes hf. var  tekið til gjaldþrota­skipta sumarið 2014. Það var stofnað árið 1960 af Gunn­ari Jóns­syni og konu hans Sig­ríði Regínu Waage, og hefur fram­leitt vin­sæl­ustu maj­ónes­teg­und lands­ins, auk annarra vöru­teg­unda. 

Þegar fyrirtækið var lýst gjaldþrota var Kleópatra Kristbjörg fram­kvæmda­stjóri og stjórn­ar­maður þess. Hún er eig­andi nýja fé­lags­ins sem keypti all­ar eign­ir fyr­ir­tæk­is­ins í mars 2014.

Í kaupsamninginum fólust meðal annars tæki og tól, vörumerkin „Gunn­ars” og „Gunn­ars maj­ónes” og allar uppskriftir og formúlur sem þyrfti til að fram­leiða vör­ur Gunn­ars maj­ónes hf. Kaup­verðið var 62,5 millj­ón­ir króna sem greidd­ist með út­gáfu á skulda­bréfi til tíu ára.

Í varakröfu skiptastjóra þrotabúsins var krafist að kaup­samn­ingn­um yrði rift og að Kleópötru og fyr­ir­tæki henn­ar yrði gert að af­henda og skila þeim eign­um, vörumerkj­um og upp­skrift­um sem þyrfti til að fram­leiða vör­ur Gunn­ars Maj­ónes  gegn af­hend­ingu skulda­bréfs­ins.

Nú hefur dómsátt náðst um riftun kaupsamningsins og er hluti af heildaruppgjöri þrotabúsins. 

Hæstirétt­ur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykja­ness yfir konu í febrúar 2017 og var hún dæmd til að end­ur­greiða þrota­búi GM fram­leiðslu 13,8 millj­ón­ir króna, auk þess sem 2,6 millj­óna króna greiðslu þrota­bús­ins til Kleópötru var rift.

Meint fjár­mála­m­is­ferli hjá Gunn­ars Maj­o­nesi hafa verið til rann­sókn­ar um nokk­urt skeið hjá héraðssaksóknara og er rannsóknin enn í gangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK