Bakkavör snýst hugur og fer á markað

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Mat­væla­fram­leiðand­inn Bakka­vör hefur aftur ákveðið að ráðast í hluta­fjárút­boð og skrá félagið á hlutabréfamarkaðinn í London aðeins viku eftir að hafa hætt við skráningu.

Greint er frá þessu á fréttavef Reuters. Bakkavör tilkynnti 10. október um skráningu á hlutbréfamarkaðinn í London í nóvember en fyrir viku, þegar hlutafjárútboðið átti að eiga sér stað, hætti fyrirtækið skyndilega við. Ástæðan sem gef­in var upp var sú að markaður­inn sé of sveiflu­kennd­ur. 

Heimildir Reuters herma að forsvarsmenn Bakkavarar hafi haft áhyggjur af því að þeir fjárfestar sem fyrirtækið ræddi við hafi ekki verið sannfærðir um langtímaáætlanir þess. Hins vegar hafi viðræður við nýja fjárfesta hvatt Bakkavör til að taka upp þráðinn. 

Hlutafjárútboðið fer fram 16. nóvember og verða 25% af félaginu seld. Markaðsvirði fyrirtækisins miðað við verð á hvern hlut nemur rúmum 142 milljörðum króna. 

Tekj­ur Bakka­var­ar á síðasta ári námu 250 millj­örðum króna og var hagnaður fé­lags­ins fyr­ir skatt tæp­ir 8,8 millj­arðar króna. Rúm­lega 18.000 manns starfa hjá fyr­ir­tæk­inu um all­an heim en það var stofnað árið 1986. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK