Færðu sig til annarra kortafyrirtækja

Ljósmynd/WOW

Í ViðskiptaMogganum í gær sagði Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins, að Kortaþjónustan héldi nú lengur eftir fyrirframgreiðslum viðskiptamanna sinna en hún gerði fyrir áfallið sem félagið lenti í þegar breska lágfargjaldaflugfélagið Monarch fór í greiðslustöðvun.

Aðspurður hvort þessar breytingar hefðu áhrif á rekstur WOW air, sem er viðskiptavinur Kortaþjónustunnar, segir Skúli Mogensen, forstjóri félagsins, að WOW air hafi verið byrjað að færa erlendar færslur til annarra greiðslufyrirtækja áður en til skilmálabreytinganna kom. „Korta er í dag með innan við 20% af okkar færslum og þá fyrst og fremst íslensk kort,“ segir Skúli.

Í svari Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, við fyrirspurn Morgunblaðsins um hvenær WOW hafi byrjað að færa færslur til annarra fyrirtækja og hvort þeir aðilar bjóði upp á sambærileg kjör og Kortaþjónustan, kemur fram að WOW air hafi verið með fleiri en einn færsluhirði erlendis í þó nokkurn tíma og muni halda því áfram en að samningar um kjör séu mismunandi eftir færsluhirðum og trúnaðarmál hvaða kjör séu í boði hverju sinni. 

Færslu­hirðing­ar­fyr­ir­tækið Kortaþjón­ust­an varð fyr­ir al­var­legu höggi þegar breska lággjalda­flug­fé­lagið Mon­arch fór í greiðslu­stöðvun í byrj­un síðasta mánaðar en sam­hliða því hætti flug­fé­lagið starf­semi. Kortaþjónustan tók áhættu sem fólst í því að um leið og greiðsla barst vegna ferða sem enn voru ófarn­ar, var hluta greiðslunn­ar fleytt áfram og á reikn­inga flug­fé­lags­ins. Þegar ferðir Mon­arch féllu niður bak­fær­ðust hins veg­ar kaup viðskipta­vina þess og færslu­hirðing­ar­fyr­ir­tæk­in sátu uppi með tjón sem nam hinni bak­færðu upp­hæð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK