Milljarða gjaldþrot Helgafellsbygginga

Helgafellshverfið í Mosfellsbæ
Helgafellshverfið í Mosfellsbæ mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Kröfur í þrotabú Helgafellsbygginga námu 4.068 milljónum króna en aðeins fengust tæpar 12,8 milljónir upp í kröfurnar, eða 0,31%. Langstærsti kröfuhafinn er Landsbankinn með 99,8% krafna í búið en Orkuveita Reykjavíkur á rest. 

Helgafellsbyggingar ehf. voru teknar til gjaldþrotaskipta í mars 2013 en fyrirtækið var stofnað í kringum viðamikla uppbyggingu á Helgafellslandinu þar sem reisa átti um þúsund íbúðir. Sama ár eignaðist Landsbankinn lóðir og lend­ur í hverf­inu vegna upp­gjörs við félagið.

Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins gerði félagið samning við bæjarstjórn Mosfellsbæjar árið 2006. Það gat ekki staðið í skilum við bæjarsjóð vegna lóðakaupa og nam skuldin 246 milljónum króna. 

Meðal hluthafa var fasteignasalinn Arnar Sölvason sem var í sjálfskuldarábyrgð fyrir félaginu. Gjaldþrot hans nam 2,5 milljörðum króna og er með stærri gjaldþrot­um ein­stak­lings hér á landi.

Skiptafundur þrotabús Helgafellsbygginga fer fram 1. desember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK