Smjörið hækkaði um 40% á 2 mánuðum

mbl.is/Hjörtur

Verðhækkanir í matvöruverslunum hafa í sumum tilvikum numið tugum prósenta og eru þær mjög breytilegar milli verslana. Á tveimur mánuðum hefur smjör hækkað um 40% í verði í Samkaupum og bananar um 106% í Víði. 

Ferðaþjónustusíðan Must See In Iceland framkvæmdi verðkönnun á nokkrum matvörum 24. ágúst og 10. nóvember. Þar má lesa nánar um úttektina en vörurnar sem um ræðir eru smjör, mjólk, skyr, Oreo-kex, bananar, Pepsi-dós, pylsur, Knorr-súpa, brauð, Þristar og Cheerios-morgunkorn. 

Eins og áður kemur fram hækkuðu 400 g af smjöri um 40% í verði í Samkaupum, eða úr 501 krónu upp í 757 krónur. Þar var verðið á smjöri hæst en lægst var það í Víði þar sem það kostaði 338 krónur. 

Í Víði hækkaði kílóverð á banönum töluvert. Það hækkaði úr 189 krónum í 389 krónur, eða um 106%. Ódýrustu bananarnir fundust í Kosti þar sem kílóverðið er 209 krónur.

Flestar verðhækkanir voru í Nettó sem hækkaði verð sex matvara á listanum en fæstar voru í Samkaupum og Fjarðarkaupum sem hækkuðu aðeins verð einnar matvöru hvort. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK