Hafna einu stærsta tilboði sögunnar

AFP

Örgjörv­aris­inn Qualcomm hefur hafnað yfirtökutilboði keppinautar síns Broadcom sem hljóðaði upp á 11.140 milljarða. Segir Qualcomm að tilboðið endurspegli verulegt vanmat á virði félagsins. 

Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Broa­dcom, sem fram­leiðir ör­gjörva fyr­ir vör­ur á borð við snjallsíma, bauð 7.571 krónu á hvern hlut í Qualcomm en samkvæmt lista Business Insider frá 2015 hefði yfirtakan orðið sú sjötta stærsta í sögunni og sú allra stærsta í tæknigeiranum. 

Hefðu kaupin gengið eft­ir rynnu tveir stærstu fram­leiðend­ur þráðlausra ör­gjörva fyr­ir snjallsíma í eitt. Það kæmi sér illa fyr­ir In­tel sem hef­ur reynt að sækja inn á snjallsíma­markaðinn. 

Fyrir skömmu hlaut Broa­dcom lof frá Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta eft­ir að hafa til­kynnt áform sín um að færa starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins al­farið til Banda­ríkj­anna. Í dag eru höfuðstöðvar þess bæði í Singa­púr og Kís­ildaln­um í Kalíforn­íu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK