Óvissan vegi þungt í vaxtaákvörðuninni

mbl.is/Kristinn

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum. Ákvörðun nefndarinnar verður tilkynnt miðvikudaginn 15. nóvember. 

Í Hagsjá hagfræðideildar eru leiddar líkur að því að peningastefnunefnd telji svigrúm til vaxtalækkana vegna minnkandi spennu í hagkerfinu en á móti vegi að ekki hafi enn tekist að mynda ríkisstjórn og því sé töluverð óvissa um framvindu ríkisfjármála. 

„Við gerum ráð fyrir að óvissa um aðhaldsstig ríkisfjármála á komandi misserum muni vega þyngra og nefndin ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum að þessu sinni.“

Þá er vísað til fundargerðar nefndarinnar þar sem fram kom að nefdnin væri sammála um að núverandi vaxtastig væri hæfilegt miðað við fyrirliggjandi gögn á þeim tíma. Því sé ólíklegt að stýrivöxtum verði breytt nema verulegar breytingar komi fram varðandi þjóðhagsspá Seðlabankans fyrir komandi misseri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK