Einbýlishús í Stokkhólmi á 1,5 milljarða

Östermalm-hverfið í Stokkhólmi.
Östermalm-hverfið í Stokkhólmi. Wikipedia/Arild Vågen

Einbýlishús í Östermalmhverfinu í Stokkhólmi var nýverið selt á 125 milljónir sænskra króna sem jafngildir 1.539 milljónum íslenskra króna. Er þetta hæsta verð sem fengist hefur fyrir íbúðarhús í Svíþjóð.

Húsið er á þremur hæðum og er það ein ríkasta manneskja Svíþjóðar sem keypti húsið, Katarina Martinson. Hún er 36 ára gömul og situr í stjórnum fjölmargra fyrritækja, þar á meðal fjármála- og ráðgjafarfyrirtækja. Hún er náin vinkona Madeleine prinsessu og er dóttir sænska kaupsýslumannsins Fredriks Lundbergs.

Árið 2016 var Lundberg í 13. sæti listans yfir auðugustu Svíana en eignir hans voru þá metnar á 34 milljarða sænskra króna, 419 milljarða íslenskra króna. Katarina Martinson og systir hennar, Louise Lindh, starfa náið með föður sínum.

Karlaplantorgið í Östermalm-hverfinu en húsin bæði standa við torgið.
Karlaplantorgið í Östermalm-hverfinu en húsin bæði standa við torgið. Wikipedia/G. Heurlin

Martinson keypti húsið af útgáfufyrirtækinu Aller Media. Samkvæmt frétt Expressen hagnast útgáfan mjög á sölunni en húsið var keypt á 3,75 milljónir sænskra króna árið 1996.

Þar sem húsið hefur verið nýtt sem skrifstofuhúsnæði í 21 ár þarfnast það mikilla endurbóta áður en Martinson getur flutt inn.

Kauptilboð Martinson í húsið var það hæsta sem um getur í Svíþjóð en stjórnarformaður BP og Volvo, Carl-Henric Svanberg, keypti fyrr á árinu hús á 120 milljónir sænskra króna. Það hús er skammt frá húsi Martinson en endurbætur á því húsi kostuðu 15 milljónir sænskra króna. Líkur eru leiddar að því að endurbætur á þessu húsi muni kosta tvöfalda þá fjárhæð. 

Frétt Expressen

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK