Reitir hagnast um 1,6 milljarða

Meðal fasteigna Reita er Kringlan.
Meðal fasteigna Reita er Kringlan. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hagnaður Reita á þriðja ársfjórðungi var 1.583 milljónir króna. Til samanburðar var hagnaður félagsins á þriðja fjórðungi síðasta árs 757 milljónir króna.

Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar var 1.817 milljónir króna, samanborið við 1.829 milljónir á sama ársfjórðungi í fyrra. Matsbreyting fjárfestingareigna var hins vegar jákvæð um 1.028 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi, samanborið við 68 milljóna króna neikvæða matsbreytingu á þriðja fjórðungi síðasta árs.

Á fyrstu 9 mánuðum ársins nam hagnaður Reita nærri 4,3 milljörðum króna, en hann var tæplega 1,5 milljaðar á sama tímabili í fyrra. Leigutekjur námu 7,9 milljörðum og jukust um 7% á milli ára. Matsbreyting fjárfestingareigna var jákvæð um 2,9 milljarða króna frá janúar til september, en til samanburðar var hún neikvæð um 177 milljónir króna á sama tímabili á síðasta ári.

Eigið fé nam 47,9 milljörðum króna í lok september og var eiginfjárhlutfall 34,1%.

Fram kemur í afkomutilkynningu Reita til Kauphallar að stjórnendur geri áfram ráð fyrir að rekstrarhagnaður ársins 2017 verði 7.250 til 7.350 milljónir króna miðað við núverandi eignasafn. „Rekstur Reita hefur verið stöðugur á árinu og í samræmi við væntingar,“ er haft eftir Guðjóni Auðunssyni forstjóra í afkomutilkynningunni.

Fasteignir í eigu Reita eru um 140 talsins og má þar nefna stærstan hluta Kringlunnar, Hótel Borg og Hótel Hilton, auk höfuðstöðva Sjóvár, Nýherja og Advania.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK