WOW air tryggir fjármögnun út árið 2019

Ljósmynd/WOW

WOW hefur gert sölu- og endurleigusamning (e. sale and leaseback agreement) við flugvélaleiguna SKY Leasing en samningurinn var undirritaður í dag. Um er að ræða sölu á tveimur Airbus A321ceo-vélum, árgerð 2018, en WOW air undirritaði kaupsamning beint við flugvélaframleiðandann Airbus og greiddi vélarnar að hluta árið 2016.

Við afhendingu flugvélanna fær WOW air um 4 milljarða króna. Fyrri flugvélin verður afhent í janúar 2018 og seinni vélin í apríl 2018. Vélarnar verða skráðar og reknar á flugrekstrarleyfi WOW air og notaðar í leiðarkerfi félagsins.

Með þessum samningi hefur WOW air fullfjármagnað rekstur félagsins út árið 2019 að því er kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu. Einnig hefur flugfélagið fullfjármagnað flugvélaþörf sína út 2019 en nú þegar liggur fyrir að félagið muni fá sjö nýjar Airbus-vélar á næsta ári, þar af fjórar nýjar 364 sæta Airbus 330neo-vélar sem munu koma til landsins í lok næsta árs.

„Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað erlendir fjármögnunaraðilar hafa sýnt okkur mikinn áhuga sem endurspeglast í hagstæðri langtímafjármögnun á flugflota félagsins,“ er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK