Samið um sölu á 430 Airbus-þotum

Airbus A320neo.
Airbus A320neo. AFP

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus skrifaði í morgun undir sinn stærsta sölusamning en um er að ræða 430 þotur af A320 gerð. Kaupandinn er bandaríska fjárfestingarfélagið Indigo Partners. Heildarandvirði flugvélanna eru 49,5 milljarðar Bandaríkjadala, 5.140 milljarðar króna.

„Pöntun upp á 430 þotur er ótrúleg,“ segir framkvæmastjóri Airbus, John Leahy og bætir við að það sem gleðji stjórnendur Airbus enn frekar er að pöntunin kemur frá fyrirtæki sem þekkir framleiðslu Airbus vel og ákvörðun um kaupin sé tekin af hópi sérfræðinga á sviði flugfélaga.

Samningurinn skilaði sér beint í verð hlutabréfa Airbus en þau hafa hækkað um ríflega 3% í morgun. 

Pöntun Indigo hljóðar upp á 273 A320neos og 157 A321neos. Ekki hefur verið upplýst hvað félagið greiðir fyrir flugvélarnar.

Með samningnum skýst Airbus langt fram úr helsta keppninautnum, Boeing, en alls hafa verið pantaðar 718 Airbus þotur í ár en 605 frá Boeing. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK