Telur Indland efst á lista WOW air

Blaðamaður viðskiptatímaritsins Forbes leiðir líkur að því að WOW air hefji áætlunarflug til Indlands þegar félagið sækir inn á Asíumarkað árið 2019. 

„Eftir næsta ár, þegar við bætum við A330neos, hefjum við áætlunarflug til Asíu,“ sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, í samtali við Martin Rivers, blaðamann Forbes og vísaði til afhendingar fjögurra flugvéla síðla árs 2018. Spurður hvaða áfangastaðir yrðu fyrir valinu sagði Skúli að „úrvalið væri breitt“ og að „sumir staðir væru ákjósanlegri en aðrir.“

Martin Rivers telur að Indland sé efst á lista flugfélagsins þar sem landið sé vel staðsett fyrir tengiflug frá austurströnd Bandaríkjanna. Þar að auki sé mikil undirliggjandi eftirspurn í Bandaríkjunum eftir tengiflugi til Indlands vegna þess að þar búa um fjórar milljónir manns sem eiga rætur að rekja til Indlands. 

Þá er haft eftir Skúla að félagið sé að skoða hvernig flugvöllurinn í Helsinki og Finnair hafi náð að efla tengingar milli Asíu og Evrópu. „Fyrir London og sumar Evrópskar borgir hefur Ísland aðeins meiri tengitíma en Helsinki en þetta er enn raunhæfur möguleiki sem lággjaldaleið.“

Grein Martins Rives á vefsíðu Forbes

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK