Harðari samkeppni í flugfrakt

Stærstu breiðþotur hafa gríðarlega flutningsgetu. A330 vélin frá Airbus er …
Stærstu breiðþotur hafa gríðarlega flutningsgetu. A330 vélin frá Airbus er stærsta vél sem beitt hefur verið í áætlunarflugi til og frá landinu fyrr og síðar.

„Nú þegar boðið er upp á flug á vesturströnd Bandaríkjanna, og það með risaþotum, hefur verð á flutningi grænmetis og ávaxta með flugi lækkað um 30% og það gerir okkur í raun kleift að bjóða ber og aðrar viðkvæmar vörur af því tagi á samkeppnishæfu verði.“

Þetta segir Jón Björnsson, forstjóri Festar sem m.a. rekur 17 Krónuverslanir um landið, í ViðskiptaMogganum í dag. Vísar hann þar til nýrrar flugleiðar sem opnaðist þegar Wow air tók að fljúga til Los Angeles og San Fransisco.

„Þetta hefur breyst mikið með aukinni samkeppni og það eru fleiri félög sem eru að fljúga hingað. Mestu skiptir þó að geta flogið beint frá Kaliforníu þaðan sem langmesta ávaxtaframleiðsla Bandaríkjanna fer fram. Áður höfum við jafnvel þurft að aka vörunni þvert yfir Bandaríkin og í flug á austurströndinni. Þá höfum við yfirleitt þurft að fá pökkunarfyrirtæki til að koma vörunni í umbúðir sem hentað hafa í minni vélar en þær vélar sem beint er til Kaliforníu. Það hefur bæði leitt til kostnaðar og einnig tafið fyrir og dregið úr afhendingarörygginu. Nú er hægt að kaupa heilt vörubretti af einhverri tiltekinni tegund og því er einfaldlega komið fyrir í vélunum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK