Kostar 90 milljónir að skoða íbúðirnar

Miðborgin í Hong Kong.
Miðborgin í Hong Kong. AFP

Í fjölbýlishúsi nokkru í Hong Kong þarf að reiða fram 900 þúsund Bandaríkjadali, sem jafngilda tæpum 90 milljónum króna, til þess eins að fá að skoða íbúðirnar. 

Fjölbýlishúsið býður upp á útsýni yfir Viktoríuhöfnina og er staðsett nálægt miðbænum að því er kemur fram í frétt CNN. Væntanlegir kaupendur þurf að vera reiðubúnir að kaupa minnst tvær íbúðir og greiða 90 milljónir fyrir 90 mínútna skoðun. Fjárhæðin tryggir hins vegar ekki kaup því þeir þurfa síðan að yfirbjóða aðra væntanlega kaupendur. 

„Þetta er vísbending um það hversu mikil eftirspurn er á húsnæðismarkaðinum hér í Hong Kong,“ segir Paul Zimmerman, forstöðumaður hugveitunnar Civic Exchange, í samtali við CNN. Hann segir að lágir vextir og innflæði fjármagns frá meginlandinu hafi þrýst upp húsnæðisverði en hvergi er húsnæði jafnt dýrt og í Hong Kong

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK