Allt að 40% ódýrara vín í Fríhöfninni

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Verðmunur á vínflöskum í ÁTVR og Fríhöfninni getur numið allt að 40% og í krónum talið er hann mest 1.700 krónur. 

Þetta kemur fram í frétt um verðkönnun Túrista þar sem finna má nákvæma sundurliðun. Þar segir að sala á léttvíni hafi aukist á kostnað bjórsins eftir að reglum um tollfrjálsan innflutning flugfarþega var breytt í júní 2016. 

Samkvæmt verðkönnuninni var verðbilið að jafnaði 28%. Minnsti verðmunurinn var á Chateau Cantenac Brown, um 18,7%, en mestur á Glen Carlou Haven Chardonnay, eða 40%. 

Í krónum talið var mestur verðmunur á Mumm Cordon Rouge, eða 1.700 krónur. Það kostar 4.299 krónur í Fríhöfninni en 5.999 krónur í Vínbúðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK