Helgi í Góu skorar á lífeyrissjóðina

Helgi í Góu með páskegg.
Helgi í Góu með páskegg. mbl.is/Árni Sæberg

Helgi Vilhjálmsson, betur þekktur sem Helgi í Góu, hefur hafið auglýsingaherferð og undirskriftasöfnun þar sem hann skorar á lífeyrissjóðina að hugsa orðið arðsemi upp á nýtt og að fjárfesta í byggingu húsnæðis fyrir aldraða. 

„Þeir þykjast eiga fjármagnið og geta gert allt sem þeim dettur í hug. Það sem mér finnst að þurfi að breytast er að þessir menn hugsi um sjóðsfélaga sína og spyrji þá hvað þeir vilja,“ segir Helgi í samtali við mbl.is. 

Á vefsíðunni Okkar sjóðir er bent á að þrátt fyrir að lífeyrissjóðum hafi verið heimilt að fjárfesta í íbúðarhúsnæði síðan 2011 hafi enn enginn sjóður fjárfest í húsnæði fyrir aldraða. Ávallt sé borið við kröfu um ávöxtun lífeyrissjóðsiðgjalda en staðreyndin sé að ekki þyrfti nema brot af vaxtatekjum þeirra í þetta verkefni.

Auk þess séu fasteignir góð fjárfesting með mikla arðsemi en mikilvægasta arðsemi lífeyrissjóðs eigi að vera sú að sjóðfélagar búi við öryggi á ævikvöldinu.

„Þetta er spurning um hvað hægt sé að gera með þessa peninga annað en að kaupa fyrirtæki sem verða gjaldþrota,“ segir Helgi og tekur fram að tillögur hans einskorðist ekki við húsnæði fyrir aldraða. Til að mynda sé hægt að hjálpa ungum sjóðsfélögum að kaupa í fyrstu íbúð sinni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK