Skoðar sölu á fjórðungi í Eimskip

Dettifoss, skip Eimskips, við bryggju í Þórshöfn í Færeyjum.
Dettifoss, skip Eimskips, við bryggju í Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Yucaipa Companies sem er stærsti hluthafi Eimskips með 25,3% hlut hefur ákveðið að leggja mat á stöðu sína sem hluthafi í Eimskip og skoða sölu. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip. Þar segir að ákvörðunin kunni að fela í sér sölu alls hlutafjár eða hluta þess, annaðhvort í útboði eða með beinum viðskiptum. Allar ákvarðanir Yucaipa um sölu verði háðar aðstæðum á fjármálamörkuðum og í efnahagsumhverfinu almennt.

Virði hlutar Yucaipa Comp­anies nemur tæpum 14 millj­örðum króna í dag en félagið var meðal lán­ar­drottna Eim­skips í end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins árið 2009. Þá var hlut­ur­inn 32% en árið 2012 seldi Yucaipa 7% til Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna. Yucapia hefur ráðið Deutsche Bank AG og Fossa markaði hf. sem ráðgjafa í ferlinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK