„Fyrst og fremst gengisáhrifin“

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. mbl.is/​Hari

„Rekstrarkostnaður fyrirtækisins hækkaði óverulega í krónum. Það eru fyrst og fremst gengisáhrifin sem valda þessu,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. 

Landsvirkjun birti í gær uppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Hagnaður félagsins jókst milli ára en rekstrarkostnaður hækkaði hlutfallslega meira en rekstrartekjur. Hörður segir þrjár ástæður fyrir tekjuaukningunni. 

„Í fyrsta jókst orkusala um 435 um gígawattstundir á fyrstu níu mánuðum ársins. Í öðru lagi hækkaði álverð umtalsvert og í þriðja lagi styrktist króna,“ segir Hörður en Landsvirkjun selur 20% af raforkunni á heildsölumarkaði í íslenskum krónum og 80% til stóriðju í Bandaríkjadölum. 

„Kostnaðaraukninguna má einnig rekja til íslensku krónunnar vegna þess að við erum með öll laun og ýmsan kostnað í krónum þannig að tekjuaukningin í heildsölu er jafnmikil og kostnaðaraukningin. Við erum varin gagnvart gengisáhrifunum,“ segir Hörður. „Krónan hefur ekki áhrif á okkur en kemur fram sem hækkun tekna og hækkun gjalda.“

Þá nefnir Hörður að nokkur tímabundin viðhaldsverkefni hafi verið gjaldfærð á tímabilinu, til að mynda endurgerð Laxárstöðvar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK