Veitir lán til flutningslína

PCC Bakki Silicon - kísilver við Húsavík
PCC Bakki Silicon - kísilver við Húsavík mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Norræni fjárfestingarbankinn hefur undirritað tíu ára lánasamning við Landsnet hf., sem rekur flutningskerfið á Íslandi, vegna stækkunar og styrkingar á raforkukerfi landsins.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Lánið er upp á 50 milljónir Bandaríkjadala (42,51 milljón evra) og er veitt í því skyni að fjármagna raforkulínur ofanjarðar sem tengja jarðvarmavirkjunina að Þeistareykjum við svæðiskerfið og meginflutningskerfið, sem og við iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavík.

Lánið verður einnig notað til að fjármagna fjárfestingar í styrkingu kerfisins í Skagafirði og á Snæfellsnesi. Verkefnið mun auka áreiðanleika kerfisins á svæðum þar sem reglulega hafa orðið truflanir á raforkuafhendingu.

Landsnet hf. er rekstraraðili flutningskerfisins á Íslandi og á og rekur 3300 km af flutningslínum, 240 km af jarðstrengjum, ásamt 75 tengivirkja á sviðinu 66-220 kV. Eignarhald er í gegnum orkufyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga og liggur hjá íslenska ríkinu (93%) og Reykjavíkurborg (7%).

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK