Vilja sjónarmið almennings um samruna

Samkeppniseftirlitið óskar eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja varðandi áhrif samruna Haga og Olís annars vegar og samruna N1 og Festis hins vegar. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Í tilkynningunni segir að um sé að ræða samruna á mörkuðum sem varða almenning. Til að gefa almenningi og öðrum hagaðilum kost á að kynna sér málin hefur Samkeppniseftirlitið birt samrunatilkynningar málanna á heimasíðu sinni.

Í báðum málunum ber Samkeppniseftirlitinu að rannsaka hvort viðkomandi samruni hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða eins eða fleiri fyrirtækja verði til eða slík staða styrkist, eða að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. 

Eftirfarandi atriði eru til skoðunar:

  • Staða samrunaaðila á dagvöru- og eldsneytismörkuðum, meðal annars m.t.t. áhrifa af innkomu Costco á þessa markaði og áhrif samrunanna á einstökum landfræðilegum mörkuðum.
  • Áhrif samrunanna á staðsetningar dagvöruverslana og eldsneytisstöðva til framtíðar, einkum með tilliti til verslunarhúsnæðis eða lóða sem sameinuð fyrirtæki munu búa yfir, gangi samrunarnir eftir.
  • Eignatengsl á dagvörumarkaði og eldsneytismarkaði, en stórir eigendur þessara fyrirtækja eiga oft í fleiri en einu fyrirtæki á sama markaði. Eignatengsl þessara fyrirtækja við birgja eru einnig til skoðunar.
  • Áhrif samrunanna á birgðahald og dreifingu á eldsneytismarkaði.

Er þess óskað að sjónarmið berist Samkeppniseftirlitinu eigi síðar en 7. desember næstkomandi. Hægt er að senda þau á netfangið samkeppni@samkeppni.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK