Alþjóðafyrirtæki skoða United Silicon

Alþjóðlegir aðilar í kísiliðnaði hafa sett sig í samband við Arion banka vegna United Silicon og lýst yfir áhuga á að skoða aðkomu að starfsemi verksmiðjunnar. Þá skoða kröfuhafar einnig aðkomu að málum. 

Þetta segir Haraldur Guðni Eiðsson, forstöðumaður samskiptasviðs hjá Arion banka, í svari við fyrirspurn mbl.is. 

Annars vegar eru það kröfuhafar félagsins sem eru að skoða mögulega aðkomu að málum,“ segir Haraldur Guðni. „Hins vegar hafa alþjóðlegir aðilar í þessum iðnaði sett sig í samband við bankann og félagið og lýst yfir áhuga á að skoða aðkomu að starfsemi verksmiðjunnar.“

Haraldur Guðni segir ekki tímabært að upplýsa um hverja sé að ræða, þar sem þreifingar séu enn á frumstigi. Þá nefnir hann að stundum gleymist í umræðu um málefni verksmiðjunnar að eftirspurn eftir kísilmálmi í heiminum fari vaxandi og heimsmarkaðsverð sé gott.

Í sept­em­ber veitti Héraðsdóm­ur Reykja­ness United Silicon greiðslu­stöðvun í þrjá mánuði, eða til 4. des­em­ber. Enn er unnið að til­lög­um um end­ur­bæt­ur á kís­il­veri United Silicon í Helgu­vík til að draga úr meng­un  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK