Eiga kauprétt á ríkisfélagi í Afríku

Mynd/Loftleiðir Icelandic

Loftleiðum Icelandic stendur til boða að kaupa meirihluta hlutafjár í flugfélaginu TACV á Grænhöfðaeyjum þegar félagið verður einkavætt. Unnið er að því að byggja upp alþjóðlega tengimiðstöð á flugvellinum þar í landi. 

Þetta staðfesta Loftleiðir Icelandic, sem undirrituðu ráðgjafarsamning við stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum síðasta sumar, í svari við fyrirspurn mbl.is. Samningurinn felur í sér að Loftleiðir aðstoði ríkisstjórn eyjanna við að bæta rekstur ríkisflugfélagsins TACV í einkavæðingarferli sem unnið er í samstarfi við Alþjóðabankann.

Undirritað var samkomulag um leigu á tveimur B757-200 flugvélum til TACV yfir vetrarmánuðina 2017-2018. Þær flugvélar hafa þegar hafið rekstur og eru mannaðar af flugmönnum Icelandair, systurfélags Loftleiða, að því er kemur fram í svari frá Loftleiðum Icelandic. 

Til lengri tíma er horft til þess að efla flugstarfsemi á Grænhöfðaeyjum og byggja upp tengimiðstöð á flugvellinum í Sal þannig að farþegar geti flogið stórbaugsleið milli Afríku og Norður-Ameríku annars vegar og Evrópu og Suður-Ameríku hins vegar. Slík tenging myndi stytta ferðatíma verulega á mörgum leiðum milli þessara fjögurra heimsálfa.

Í svari Loftleiða er tekið fram að ekkert liggi fyrir á þessari stundu um hvenær einkavæðing félagsins fari fram og engin ákvörðun hafi verið tekin varðandi forkaupsrétt Loftleiða á hlut í félaginu. Ekki var gefið upp hversu stóran meirihluta kauprétturinn næði yfir. 

Grænhöfðaeyjar liggja vestan við meginlandið.
Grænhöfðaeyjar liggja vestan við meginlandið. Skjáskot af Google Maps
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK