Fjármagna 250 íbúða stúdentagarð

Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans …
Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Kristján Guðbjartsson, viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði bankans undirrita samninginn. Ljósmynd/Aðsend

Landsbankinn og Félagsstofnun stúdenta hafa skrifað undir samning um framkvæmdalán á byggingatíma nýs stúdentagarðs við Sæmundargötu 21 í Reykjavík. Þar verða um 250 fullbúnar leigueiningar en stefnt er að því að framkvæmdir hefjist um áramótin.

Þetta er stærsti stúdentagarður sem byggður hefur verið hér á landi og stefnt er að því að hann verði tekinn í notkun um áramótin 2019/2020 að því er kemur fram í fréttatilkynningu um málið. 

Hönnunin tekur mið af hugmyndafræði deilihúsnæðis. Fyrir utan paraíbúðir (um 37 fm) og einstaklingsíbúðir (um 27 fm) verða þar 8-9 herbergja íbúðir þar sem hvert herbergi er rúmgott (17 fm) með sér baðherbergi, en hver íbúð deilir með sér eldhúsi, samtengdri setustofu og alrými. Til sameiginlegrar notkunar fyrir íbúanna verður m.a. samkomusalur og stór garður þar sem boðið verður upp á útiaðstöðu með útigrillum, útiæfingatækjum og fleira.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK