Jóhannes ráðinn framkvæmdastjóri Lindarvatns

Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.
Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns. Ljósmynd/Aðsend

Jóhannes Stefánsson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Lindarvatns. Jóhannes tekur við starfinu af Davíð Þorlákssyni, sem sagði starfinu lausu þegar hann réð sig til Samtaka atvinnulífsins í október síðastliðnum.

Lindarvatn á Landssímareitinn og mun reisa íbúðir, veitingastaði, verslanir og hótel á reitnum. Jafnframt verður NASA endurbyggt í upprunalegri mynd.

Jóhannes starfaði áður á lögfræðisviði Icelandair Group, en hann er héraðsdómslögmaður. Hann var aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra, og áður blaðamaður á Viðskiptablaðinu og fréttamaður á fréttastofu 365.

Áætlað er að framkvæmdir hefjist snemma árs 2018 og að verklok verði um mitt ár 2019. Hönnun á reitnum hefur staðið yfir lengi undir stjórn THG Arkitekta og fór fram fornleifarannsókn, undir stjórn Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings með eftirliti Minjastofnunar. Þeirri rannsókn lauk í ársbyrjun 2017 að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Lindarvatni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK