Kostnaður Icewear jókst um 46% milli ára

Verslun Icewear í Austurstræti.
Verslun Icewear í Austurstræti. mbl.is/Golli

Hagnaður Drífu ehf., sem rekur meðal annars Icewear-verslanirnar, dróst saman um rúm 28% milli áranna 2015 og 2016 og má rekja samdráttinn til mikillar kostnaðaraukningar. 

Hagnaður félagsins var 85,9 milljónir árið 2016 en 119,8 milljónir árið áður. Rekstrargjöld félagins jukust um 45,5% milli ára, úr 1.532 milljónum í 2.230 milljónir, og er þar innifalin 65% aukning launakostnaðar. Á sama tíma jukust rekstrartekjur úr 1.776 milljónum í 2.472 milljónir, eða um 39%. 

Eignir félagsins voru 1.521 milljón og hækkuðu um 19% en skuldir námu 964 milljónum og hækkuðu um 26%. 

Í október var haft eftir Ágústi Þór Eiríkssyni, forstjóra og eiganda Icewear, í ViðskiptaMogganum að fyrirtækið fyndi fyrir minni kaupmætti ferðamanna og að eftir nokkur mjög góð ár yrði nú ákveðið bakslag sem vinna þyrfti úr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK