Saltverk Reykjaness gjaldþrota

Ísafjarðardjúp.
Ísafjarðardjúp. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fyr­ir­tækið Salt­verk Reykja­ness hefur verið úrskurðað gjaldþrota en það framleiddi salt árin 2011 til 2012 með því að hita sjó með jarðvarma en seldi síðan eignir síðna í kjölfar deilna miklli hluthafa. 

Enn er starfandi félag sem heitir Saltverk ehf. sem hefur selt vörur og framleitt undir vörumerki Saltverks frá árinu 2013. 

Stofnendur félagsins reistu saltverksmiðju á Reykjanesi við Ísafjarðardjúp árið 2011 þar sem á árunum 1770 til 1794 var framleitt salt með svipaðri aðferð. 

Árið 2012 var greint frá því að fyrirtækið hygðist hefja sölu á krist­alsjáv­ar­salti sínu til Dan­merk­ur næsta haust og fylgja þannig eft­ir góðum viðtök­um hér á landi. Stefnt var að því að framleiða 20 tonn af salti á ári. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK