Framkvæmdastjóri LL tekur undir með Helga í Góu

Eldri borgarar á ferð í Hafnarfirði
Eldri borgarar á ferð í Hafnarfirði mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við tökum undir með [Helga] að það sé mikilvægt að finna framtíðarlausn á húsnæðismálum eldri borgara. Það er kjörið fyrir lífeyrissjóði að koma að fjármögnun á innviðum þar sem þeir eru fjárfestar til langs tíma,“ segir Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.  

Frétt mbl.is: Helgi í Góu skorar á lífeyrissjóðina

Helgi Vil­hjálms­son, bet­ur þekkt­ur sem Helgi í Góu, hef­ur hafið aug­lýs­inga­her­ferð og und­ir­skrifta­söfn­un þar sem hann skor­ar á líf­eyr­is­sjóðina að hugsa orðið arðsemi upp á nýtt og að fjár­festa í bygg­ingu hús­næðis fyr­ir aldraða. 

Þórey segir að lífeyrissjóðir hafi komið að fjármögnun dvalar- og hjúkrunarheimila. Hún telur lífeyrissjóði áfram tilbúntil að koma að þess konar fjárfestingum en segir að stjórnvöld þurfi að taka af skarið. 

„Við bindum vonir við að væntaleg stjórnvöld móti umgjörðina og ég er fullviss um að sjóðirnir séu tilbúnir til að koma að innviðafjárfestingu. Þjóðin er að eldast og það liggur fyrir að það bíða okkar mörg brýn verkefni.“

Spurð hvort að ávöxtunarkrafa lífeyrissjóða hafi hamlað fjárfestingum af þessu tagi segir Þórey að miskilnings gæti í þeim efnum. Lífeyrissjóðir gera ekki ákveðna ávöxtunarkröfu þeir fylgja markaðnum eins og hann er hverju sinni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK