Útbúa neyðaráætlun vegna flugfélaganna

Tvöfaldur regnbogi á Keflavíkurflugvelli
Tvöfaldur regnbogi á Keflavíkurflugvelli mbl.is/Árni Sæberg

Samgönguráðuneytið skoðar hvort nauðsynlegt sé að áætlun liggi fyrir, komi til erfiðleika hjá íslensku millilandaflugfélögunum sem stefna myndu starfsemi þeirra í hættu. 

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Túrista„Þetta verkefni er á byrjunarstigi og því ekki unnt að segja nánar á þessu stigi hvaða tillögur gætu verið settar fram,” segir í svari ráðuneytisins og er tekið fram að málið sé unnið í samráði við fleiri ráðuneyti og að kallað hafi verið eftir upplýsingum frá Samgöngustofu. 

Á ferðaþjón­usturáðstefnu Lands­bank­ans í september var kynnt greining hagfræðideildar bankans þar sem fram kom að ekkert annað þróað ríki reiddi sig í jafnmiklum mæli á tekjur af farþegaflutningum og Ísland.

Var þeirri spurningu velt upp hvort flugfélögin væru orðin kerfislega mikilvæg fyrirtæki fyrir efnahagslegan stöðugleika í svipuðum skilningi og stóru viðskiptabankarnir þrír eru fyrir fjármálastöðugleika. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK