Búseti byggir 20 íbúðir í Fossvogi

20 íbúðir verða í fjölbýlishúsinu sem rísa á við Skógarhlíð.
20 íbúðir verða í fjölbýlishúsinu sem rísa á við Skógarhlíð. Teikning/Búseti

Búseti er að hefja byggingu á 20 íbúða fjölbýlishúsi við Skógarveg 16 í Fossvogi og tók Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, fyrstu skóflustunguna að fjölbýlishúsinu í gær. Framkvæmdir eiga að hefjast á næstu vikum og gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið seinni hluta árs 2019 að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Í húsinu verða ellefu 2ja herbergja íbúðir og níu 3ja herbergja, en aðalhönnuður hússins er Sigríður Ólafsdóttir arkitekt.

„Verkefnið hér á Skógarvegi er frábært, stutt í skóla, leikskóla og góðar göngu- og hjólaleiðir í þessu gróna og fallega hverfi,“ ef haft eftir Degi í tilkynningunni.

200 íbúðir til viðbótar á vegum Búseta eru nú í byggingu eða á teikniborðinu samkvæmt tilkynningunni.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, tóku fyrstu skóflustunguna. Ljósmynd/Búseti
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK