Allt að 15% verðfall á notuðum bílum

„Það er mat okkar að markaðurinn hefur verið að lækka. Við höfum séð lækkun upp á 10-15%, sem hefur farið eftir bíltegundum,“ segir Haraldur Ólafsson, forstöðumaður útlánasviðs Ergo, spurður um þróun bílamarkaðarins í vetur. 

Haraldur rekur verðlækkunina til styrkingar krónunnar frá upphafi árs 2016. Styrkingin hafi fyrst komið fram í verði nýrra bíla og síðan hríslast niður í verð á notuðum bílum. Þrátt fyrir að bílverð hafi lækkað eru horfurnar á markaðinum góðar að sögn Haraldar. 

„Árgangarnir 2000 til 2003, sem eru nokkuð stórir árgangar, hafa verið að fara í pressuna. Síðan hefur Íslendingum verið að fjölga og þetta tvennt samandregið gerir það að verkum að horfurnar á markaðinum fyrir notaða bíla eru góðar.“

Aðspurður segir Haraldur að vissulega hafi lækkun bílverðs áhrif á eiginfjárstöðu lántakenda, bæði fólks og fyrirtækja. „En okkar tilfinning hefur verið að fólk sé meira meðvitað þegar það er að fjármagna bílakaup og eigi meira í bílunum þannig að það er ekki farið að glitta í vandamál enn sem komið er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK