Primera Air bætir í flotann

Mynd/Aðsend

Flugfélagið Primera Air, sem flýgur til yfir 70 áfangastaða, var að semja um kaup tveimur flugvélum til viðbótar á árinu 2019, og mun fá afhentar samtals tíu Boeing Max9 - Extended Range flugvélar á því ári.

Flugfélagið hefur átt í samstarfi við Boeing í eitt ár um hönnun vélanna og verður fyrst til að fá nýju flugvélarnar afhentar. 

„Það á sér stað tæknibylting í hönnun flugvéla,“ segir Andri Már Ingólfsson, stjórnarformaður og eigandi Primera Air, í samtali við ViðskiptaMoggann í dag.

„Með nýju flugvélunum frá Boeing verður hagkvæmt að fljúga minni vélum á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Þær hafa helmingi færri sæti en breiðþotur eða 189 sæti en kostnaður við rekstur þeirra er hinsvegar aðeins þriðjungur.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK