Tvö ráðin framkvæmdastjórar hjá Vodafone

Ljósmynd/Aðsend

Þorvarður Sveinsson og Ragnheiður Hauksdóttir hafa verið ráðin framkvæmdastjórar yfir tveimur sviðum hjá Vodafone. 

Þorvarður Sveinsson er nýr framkvæmdarstjóri Fyrirtækja og þróunar. Þorvarður hefur starfað hjá Vodafone frá 2015 og leitt stærri þróunarverkefni félagsins sem yfirmaður stefnumótandi verkefna og er stjórnarformaður Vodafone Færeyja. 

Áður starfaði Þorvarður að þróunarmálum hjá Skiptum og Klakka og sem verkefnastjóri hjá Kögun auk þess að hafa setið í stjórnum fjölda fyrirtækja. Þorvarður er menntaður fjarskiptaverkfræðingur frá Harvard University.  Hann er giftur Margréti Helgu Ögmundsdóttur, rannsóknasérfræðingi hjá Háskóla Íslands og eiga þau þrjú börn.

Ragnheiður Hauksdóttir er nýr framkvæmdastjóri Einstaklinga. Ragnheiður hefur starfað hjá Vodafone frá 2004. Fyrst sem forstöðumaður fyrirtækjalausna, síðan forstöðumaður þjónustuvers og nú síðast forstöðumaður notendakerfa á tæknisviði.

Ragnheiður er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er gift Sævari Smára Þórðarsyni rekstrariðnfræðingi og eiga þau fjögur börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK