Áttar sig ekki á útreikningum SA

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist ekki átta sig á því hvernig Samtök atvinnulífsins (SA) geti komist að þeirri niðurstöðu að árlegur útgjaldaauki ríkissjóðs vegna fjarskipta, samgangna og byggðamála verði 42,2 milljarðar króna.

SA birti í gær á heimasíðu greinargerð og eigin útreikninga á því hver útgjaldaauki ríkissjóðs verði á ári, miðað við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Orðrétt segir m.a. í greinargerð SA: „Komist allt til framkvæmda sem lofað er í stjórnarsáttmála má gróflega áætla að árleg útgjöld ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja vaxi um 90 milljarða króna.“ Fjármálaráðherra sagðist í gær sem minnst vilja segja um þetta plagg Samtaka atvinnulífsins, að svo stöddu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK