Kúnnar Kosts hálfklökkir

Versl­un­in hef­ur verið starf­rækt frá 2009 og lagði áherslu á …
Versl­un­in hef­ur verið starf­rækt frá 2009 og lagði áherslu á am­er­ísk­ar vör­ur í stór­um pakkn­ing­um. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mig langar eiginlega að stöðva tímann. Þetta gerðist svo hratt og maður vill ekki að þetta taki enda,“ segir Bryndís Björnsdóttir, starfsmaður hjá Kosti. 

Ákveðið hef­ur verið að loka versl­un­inni Kosti við Dal­veg í Kópa­vogi. Nú stendur yfir rým­ing­ar­sala þar sem vör­ur verða boðnar á allt að helm­ingsafslætti. Jón Ger­ald Sul­len­ber­ger, eig­andi versl­un­ar­inn­ar, gaf út að Kost­ur gæti ekki keppt við Costco, eina stærstu versl­un­ar­keðju í heim­in­um. 

„Við erum einmitt að setja síðustu vörurnar í hillurnar,“ segir Bryndís og bætir við að rýmingarsalan hafi gengið vel hingað til. 

Bryndís segir að lokun verslunarinnar sé erfið að því leyti að starfsmannahópurinn hafi verið samheldinn eins og ein stór fjölskylda. Auk þess hafa fréttirnar fengið á marga viðskiptavini. 

„Kúnnarnir okkar eru hrikalega sárir yfir þessu. Þeir eru hálfklökkir eins og við og knúsa mann í versluninni,“ segir Bryndís. „Það gerir mann dapran, maður á eftir að sakna þeirra líka.“ 

Þá segir Bryndís að mikil eftirsjá verði eftir Kosti yfir jólin. 

„Það hefur verið hefð hjá mörgum að koma með fjölskylduna fyrir jólin og kaupa alls konar jólavörur og jóladót. Hérna hefur jólastemningin verið og fólk trúir því ekki að versluninni verði lokað fyrir jól.“ 

Seinustu dagar í Versluninni Kosti
Seinustu dagar í Versluninni Kosti mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Hallmundur Kristinsson: Lok
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK