Sigmundur Davíð segir bónusa vegna Lýsingar bara sýnishorn

Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Miðflokksins, segir bónusana vegna Lýsingar bara …
Sigmundur Davíð Gunnlausson, formaður Miðflokksins, segir bónusana vegna Lýsingar bara sýnishorn af því sem koma skuli. Haraldur Jónasson / Hari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins, gerir bónusgreiðslur vegna Lýsingar að umfjöllunarefni í færslu á Facebook-síðu sinni. Segir hann þetta bara sýnishorn af því sem koma muni og spyr hvernig menn haldi að bónusarnir vegna sölu Arionbanka verði.

„Í byrjun þessa árs þegar FME mat vogunarsjóði hæfa til að eignast Lýsingu var tekið fram að það skapaði ekki fordæmi um hæfi til að eiga viðskiptabanka,“ segir Sigmundur Davíð í færslu sinni.  Skömmu síðar hafi stjórnvöld engu að síður leyft vogunarsjóðum að byrja að leggja undir sig Arionbanka „sem fyrri ríkisstjórn hafði náð til baka eftir harðan slag“. Núverandi ríkisstjórn ætli síðan að „leyfa þeim að klára dæmið,“ segir Sigmundur Davíð.

„Nú má öllum vera ljóst hvað undanlátssemi stjórnvalda við vogunarsjóði mun þýða. Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að ríkið og Glitnir seldu vogunarsjóðum hluti sína í Lýsingu (í gegnum Klakka) hafa þeir hagnast það mikið að þeir vilja greiða nokkrum starfsmönnum bónusa upp á samtals 450 milljónir (skv. Markaðnum/Frbl.)

Hvernig haldið þið að bónusarnir verði þegar menn fara að skipta á milli sín hagnaðinum af að hafa náð Arion banka?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK