FlyNiki í þrot

AFP

Síðustu sumur hefur austurríska flugfélagið FlyNiki boðið upp á næturflug milli Íslands og Vínarborgar en nú er ljóst að ekki verður framhald á. Þetta kemur fram á vef Túrista en rekstur félagsins stöðvaðist í dag og nú vinna austurrísk stjórnvöld að því að finna flug fyrir þá 60 þúsund farþega sem áttu pantað sæti með FlyNiki til síns heima næstu daga.

Þeir sem áttu bókaða farmiða með FlyNiki til og frá Íslandi næsta sumar ættu að fá kaupverðið endurgreitt frá viðkomandi greiðslukortafyrirtæki, segir í frétt Túrista. 

FlyNiki var systurfélag þýska flugfélagsins Airberlin sem fór á hausinn í lok október. Ætlunin var að Lufthansa-samsteypan tæki FlyNiki yfir en samkeppnisyfirvöld innan ESB vildu ekki samþykkja kaupsamninginn og því drógu stjórnendur Lufthansa tilboð sitt til baka. Það var því sjálfgefið að stöðva rekstur FlyNiki. Þar með er ljóst að hinar takmörkuðu flugsamgöngur milli Íslands og Austurríkis munu verða ennþá minni því nú er Austrian Holidays eitt um að sinna þeirri flugleið.

Talsmaður þess flugfélags segir í svari til Túrista að ekki sé útlit fyrir að bætt verði í Íslandsflug Austrian Holidays á næsta ári. Í júní síðastliðnum voru farnar 11 áætlunarferðir frá Íslandi til Vínar og stóð FlyNiki fyrir sex þeirra samkvæmt daglegum talningum Túrista á flugumferð til og frá landinu.

Frétt Túrista í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK