Landsvirkjun hækkar verð

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í verðskrá sem Landsvirkjun hefur ákveðið að taka muni gildi frá og með áramótum og varðar verðlagningu á rafmagni í heildsölu hækka einstaka liðir um tugi prósenta. ViðskiptaMogginn hefur verðskrána undir höndum.

Í nokkrum tilvikum nemur hækkunin ríflega 50% milli ára og ljóst er að þær hækkanir muni skila sér út í verðskrár þeirra raforkufyrirtækja sem selja rafmagn í smásölu, jafnt til fyrirtækja og heimila í landinu.

Sérfræðingur á orkumarkaði sem ViðskiptaMogginn ræddi við, en vildi ekki koma fram undir nafni, segir hækkanirnar úr öllum takti við verðlagsþróun í landinu og þær hljóti að koma fram í orkureikningum heimila og fyrirtækja. Það muni aftur hafa áhrif á vísitölu neysluverðs.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í dag. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK