H&M í frjálsu falli

AFP

Hlutabréf í sænsku tískuvörukeðjunni H&M hafa lækkað um rúm 15% það sem af er degi eftir að fyrirtækið tilkynnti óvæntan samdrátt í sölu, að því er kemur fram í frétt Aftonbladet.

„Þetta var slæmur fjórðungur fyrir verslanir H&M sem hafa komið illa út úr erfiðum markaðsaðstæðum,“ segir í tilkynningu frá H&M. 

Ársfjórðungsuppgjör H&M var í ósamræmi við væntingar greinenda og stjórnenda sem höfðu spáð söluaukningu. Samdrátturinn nemur 4% og felur í sér að H&M þurfi að loka verslunum. 

„Tölurnar eru mjög, mjög slæmar. Ég man ekki hvenær samdráttur var í sölu hjá H&M síðast,“ segir Joakim Bornold, hagfræðingur hjá Nordet. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK