Útgjaldaaukning á toppi hagsveiflu

Komi bakslag í efnahagslífið dragast tekjur saman en útgjöldin ekki.
Komi bakslag í efnahagslífið dragast tekjur saman en útgjöldin ekki. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Við erum á toppi hagsveiflunnar og því hefðu Samtök atvinnulífsins kosið að sjá meira aðhald í fjárlagafrumvarpinu fremur en 54 milljarða útgjaldaaukningu frá fjárlögum 2017,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs samtakanna.

„Hafa verður í að huga að umsvif hins opinbera og skattheimta á Íslandi er meðal því allra mesta innan OECD. Verði útgjöld og umsvif ríkisins aukin eins og frumvarpið gerir ráð fyrir er erfitt að sjá að nokkurt svigrúm myndist til að lækka álögur á fólk og fyrirtæki,“ segir hún.

Að sögn Ásdísar voru skattar hækkaðir eftir fjármálahrunið 2008 til þess að brúa bilið í ríkisrekstrinum. „Þær skattahækkanir standa flestar óhreyfðar frá þeim tíma,“ segir hún og nefnir að tekjuskattur á einstaklinga og fyrirtæki hafi verið hækkaður, tryggingagjaldið hækkað og komið á sérstökum bankaskatti.

Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, vekur athygli á því að tryggingagjaldið verði ekki lækkað samkvæmt núverandi fjárlagafrumvarpi. „Hins vegar verður forvitnilegt að sjá hvort því verði ekki spilað út í komandi kjaraviðræðum,“ segir hún í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK