Asíuflugið veltur á Rússum

Ætli íslensk flugfélög að hefja áætlunarflug til Austurlanda fjær þurfa stjórnvöld fyrst að ná samningum við Rússa um leyfi til að fljúga yfir landið. 

Ennþá er ekkert samkomulag í höfn, að því er kemur fram í svari frá utanríkisráðuneytinu við fyrirspurn Túrista, en viðræður áttu sér stað í Moskvu í sumar og í Reykjavík í haust. 

Í frétt Túrista segir að ekki sé nóg fyrir íslenska ráðamenn að ná samkomulagi um flug yfir rússneskri grundu. Flugfélögin sjálf þurfi að gera álíka samning hvert fyrir sig.

Áður hefur verið greint frá áformum Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, um að hefja áætlunarflug til Asíu. Þá sagði hann fyr­ir­tækið vinna hörðum hönd­um að því að velja heppi­lega áfangastaði sem henti inn í leiðakerfi þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK