Sveik skriflega yfirlýsingu

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen, sveik skriflega yfirlýsingu sem hann sendi á tollstjóra í apríl og skildi stjórnendur Pressunnar, sem lögðu trúnað á orð hans og yfirlýsingar, eftir á köldum klaka. Þetta er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Björns Inga Hrafnssonar, fyrrverandi stjórnarformann Pressunnar í Morgunblaðinu í dag.

Björn Ingi segir í grein sinni að Árni og Róbert Wessman hafi ráðið nýútskrifaðan lögfræðing til þess að taka að sér það skítverk að krefjast hluthafafundar í Pressunni og knýja hana í þrot. „Þeir sem taka þetta að sér eru stundum kallaðir útfararstjórar og þykir ekki mjög virðulegt hlutskipti. Vonandi hefur þó verið sæmilega greitt fyrir ómakið.

Þessi ágæti lögfræðingur hefur greinilega ekki verið settur mikið inn í málin, að minnsta kosti hefur hann þegar afhjúpað yfirgripsmikið þekkingarleysi sitt með því að lýsa yfir áhyggjum af því að eitthvað kunni að vera ógreitt hjá Pressumiðlunum af opinberum gjöldum,“ segir í grein Björns Inga í Morgunblaðinu í dag.

Þar birtir hann bréf sem sent var til tollstjóra mánudaginn 10. apríl en hægt er að lesa greinina í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK