Kærum rignir yfir Apple fyrir að hægja á iPhone

AFP

Tæknirisinn Apple mun þurfa að halda uppi vörnum fyrir átta mismunandi alríkisdómstólum í Bandaríkjunum eftir að hafa viðurkennt að hafa hægt vísvitandi á iPhone-snjallsímunum. 

Í síðustu viku staðfesti Apple grun­semd­ir margra iP­ho­ne-eig­enda um að það hafi hannað iP­ho­ne-snjallsím­ana þannig að á þeim hæg­ist með tím­an­um. Bar Apple fyr­ir sig að til­gang­ur­inn hafi verið að vega upp á móti hrörn­un raf­hlöðunn­ar.

CNBC greinir frá því að átta mál hafi verið höfðuð síðan þá. Segir í einni lögsókninni að hönnunin hafi afvegaleitt snjallsímaeigendur þannig að þeir hafi beitt röngum úrræðum til þess að auka vinnsluhraða snjallsímanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK