Húsnæðisliðurinn hækkað úr 17% í 33% í VNV

Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs hefur hækkað úr 17% í 33% …
Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs hefur hækkað úr 17% í 33% á síðustu 20 árum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á síðustu 20 árum hefur vægi húsnæðis í vísitölu neysluverðs hækkað úr 17% upp í 33%. Á sama tíma hefur vægi matar og drykkjarvöru lækkað úr 17% niður í 13% og föt og skór farið úr 6,5% niður í 3,8%. Þetta sýnir samantekt Samtaka verslunar og þjónustu.

Í samantekt samtakanna er bent á að verðbólga undanfarin misseri hafi verið drifin áfram af örfáum þáttum eins og húsnæði og opinberri þjónustu á sama tíma og verð á helstu neysluvöru hafi lækkað.

Grunnur vísitölu neysluverðs er endurnýjaður í mars á hverju ári og byggist hann nú á þriggja ára meðaltali heimilisútgjalda samkvæmt útgjaldarannsókn Hagstofunnar.

Segja samtökin athyglisvert að liðurinn föt og skór hafi aldrei vegið minna í vísitölunni en þeirri sem var ákvörðuð á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK