Óðaverðbólgan í Venesúela magnast upp

Tómar hillur í matvörubúum eru ekki fáséðar í Venesúela.
Tómar hillur í matvörubúum eru ekki fáséðar í Venesúela. AFP

Merki eru þess að óðaverðbólgan í Venesúela sé komin úr böndunum og að landið horfi fram á illrjúfanlegan vítahring. Þó að Venesúela hafi glímt við mjög háa verðbólgu á undanförnum árum hefur hún aldrei náð jafn háustigi og nú. 

Þetta kemur fram í frétt Bloomberg sem byrjaði að halda utan verðið á kaffibolla í Venesúela eftir að ríkistjórnin þar í landi hætti að gefa út hagtölur. Mælingar Bloomberg sýna að verðið á kaffibolla hækkaði úr 5.500 bólívörum upp í 45.000 bólívara á aðeins 12 vikum. 

Hækkunin nemur 718% og ef hún er færð yfir á ársgrundvöll nemur hún 448.025%. Verðbólgan í Venesúela er þó enn nokkuð frá mestu verðbólguskeiðum sögunnar, eins og í Ungverjalandi á fimmta áratug síðustu aldar eða í Zimbabve á síðasta áratug. Ef mælingarnar eru skorðaðar við allt árið 2017 sést að verðbólgan í Venesúela nam 1.718% á árinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK