Mesti hagvöxtur á evrusvæðinu í tíu ár

Evrópski seðlabankinn í Frankfurt.
Evrópski seðlabankinn í Frankfurt. AFP

Hagvöxtur á evrusvæðinu tók kipp árið 2017 og hefur ekki verið meiri í tíu ár, eða allt frá fjármálahruninu. Nam hagvöxturinn 2,5% samkvæmt tölum frá Eurostat og er töluvert meiri en 1,8% hagvöxtur ársins á undan. 

Á fjórða ársfjórðungnum óx evrusvæðið um 0,6% og nákvæmlega sömu vaxtatölur fást ef öll Evrópusambandslöndin eru skoðuð. Síðast var hagvöxtur hærri árið 2007 en þá var hann 3%. 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynnti í síðustu viku spá um að heimshagkerfið myndi vaxa um 3,9% á þessu ári og því næsta. Iðnríkin myndu einnig búa við gott vaxtarskeið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK