Flugfélög undir smásjánni vegna sætaúthlutana

AFP

Breska flugmálastofnunin (CCA) mun taka sætaúthlutanir flugfélaga til skoðunar vegna gruns um að flugfélög tvístri hópum af farþegum vísvitandi svo að þeir greiði til þess að sitja saman. 

Þessu er greint frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC sem hefur fengið margar ábendingar um tilvik af þessu tagi. 

CCA hefur sagst vilja ganga úr skugga um að sætaúthlutanir séu sanngjarnar og gagnsæjar. Rannsókn stofnunarinnar, sem náði til fleiri en 4 þúsund farþega sem höfðu ferðast saman í hópum á síðasta ári, leiddi í ljós að meira en helmingi þeirra var sagt að greiða þyrfti aukalega til þess að sitja saman. Þar af sögðu sex af hverjum tíu að þeir hefðu greitt meira vegna þess að þeir vildu ekki hætta á að flugfélagið tvístraði hópnum. 

Andrew Haines, forstjóri bresku flugmálastofnunarinnar, segir að sætaúthlutanir flugfélaga sé „augljóslega að valda ruglingi“ og að rannsóknin sýni að sumir farþegar séu að greiða til þess að sitja saman þó svo að þeir þurfi þess ekki endilega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK