Debetkort virkuðu ekki í 5 mínútur

Reiknistofa bankanna.
Reiknistofa bankanna. mbl.is/Eggert

Debetkort virkuðu ekki í fimm mínútur í gærkvöldi vegna viðhaldsaðgerða Reiknistofu bankanna sem farið var í vegna bilunar sem varð á fimmtudaginn.

Að sögn Friðriks Þórs Snorrasonar, forstjóra Reiknistofu bankanna, hófst viðhaldsaðgerðin í gærkvöldi klukkan 22.25 og var debetkortafærslum þá beint af meginkerfinu yfir á varakerfið.

Sú aðgerð tókst vel en þegar reynt aftur var að beina umferðinni yfir á aðalkerfið 20 mínútum síðar komu upp ófyrirséðar villur, að sögn Friðriks Þórs, og fimm mínútum síðar var umferðinni því aftur beint yfir á varakerfið.

„Viðhaldsaðgerðinni var að fullu lokið klukkan 22.56 og þá störfuðu öll kerfi eðlilega í framhaldinu. Þetta eru fimm mínútur þar sem posar missa sambandið að mestu leyti,“ segir Friðrik Þór.

Atvikið í gærkvöldi var því ekki næstum því eins alvarlegt og fyrir helgi þegar ekki var hægt að nota debetkort í verslunum, hraðbönkum eða af greiðslukerfum, fyrst í 20 mínútur og síðar í rúmar 50 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK