Flogið til 91 borgar í sumar

Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Flugstöð Leifs Eiríkssonar. mbl.is/Hari

Útlit er fyrir að flogið verði til 91 áfangastaðar í Evrópu og Norður-Ameríku frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar.

Vefsíðan Turisti.is greinir frá þessu en tekur þó fram að endanleg dagskrá yfir flug liggi ekki fyrir.

Fram kemur að í sumum borgum verði flogið til fleiri en eins flugvallar og að erlendu flughafnirnar sem tengjast Íslandsflugi í sumar verði í heildina 98.

Við þetta bætist leiguflug á vegum íslenskra og erlendra ferðaskrifstofa til nokkurra staða.

Framboðið er nokkru meira en síðasta sumar, enda hefur flugferðum verið bætt við til borga á borð við Detroit, Dallas og Kansas í Bandaríkjunum og Moskvu í Rússlandi.

Á sama tíma verður áætlunarflug til Birmingham, Bristol, Cork, Friedrichshafen, Þrándheims og Stavanger ekki lengur á dagskrá í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK